Helgi Gíslason

Minn­is­merki um Georg Schier­beck

Width:

48 cm

Height:

264 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1986

Verkið er staðsett í Fógetagarðinum á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Minnismerki um Schierbeck var afhjúpað í Víkurgarði árið 1986. Georg Schierbeck landlæknir fékk að nota garðinn til garðyrkju árið 1883 og stundaði þar ræktunartilraunir með matjurtir, blómjurtir, korntegundir, tré og runna. Silfurreynirinn fallegi sem stendur við Aðalstræti var upprunalega gróðursettur árið 1884 af Schierbeck. Georg hafði forgöngu um stofnun Garðyrkjufélagsins (Hins íslenska garðyrkjufélags) árið 1885. Minnismerki Helga Gíslasonar er höggmynd sem myndar eins konar stólpa eða veggflöt sem er brotinn upp. Verkið verður því sem kennileiti í Víkurgarði. Fyrir miðju á höggmyndinni er skjöldur með andlitsmynd af Georg Schierbeck úr kopar. Verkið ber sömu höfundareinkenni og önnur útiverk sem Helgi vann á þessum tíma. Það er unnið í raunsæjum anda, maðurinn er í öndvegi umlukinn efninu og hreyfingu þess. Verkið var gjöf Gísla Sigurbjörnssonar í Ási til borgarinnar.