Katrín Sigurð­ar­dóttir

The green grass of home

Width:

68 cm

Height:

46 cm

Category:

Fjöltækni

Year:

1997-98

Afstaða okkar til staða og umhverfis í tíma og rúmi er Katrínu Sigurðardóttur hugleikin. Hún vinnur með ólíkan skala í skúlptúrum sínum og innsetningum og gefur til kynna fjarlægð og endurlit. Eins og í verkinu hér notast hún við sínar eigin minningar og skeytir saman görðum og svæðum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið í námunda við heimili hennar í gegnum tíðina. Katrín útbýr eftirmynd garðanna í eins konar ferðatösku, eins og til að minna á að okkar nánasta umhverfi verður hluti af farteski okkar alla tíð.