Width:
55 cm
Height:
60 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1996
Litla manneskjan sem situr á svölunum í verki Guðrúnar Veru kemur afar raunverulega fyrir sjónir. Hún er unnin af mikilli nákvæmni og ýmis smáatriði blása í hana lífi. Hún hallar sér fram á handriðið og virðist annars hugar eða leið. Hún horfir yfir sýningarsalinn, á hin listaverkin og sýningargesti. Óhjákvæmilega spegla þeir sig í verunnu sem situr þarna í sama tilgangi og þeir sjálfir sem áhorfendur. Verkið dregur fram vangaveltur um eiginleika, virkni og hlutverk listaverks, listamanns og áhorfanda.