Logi Leó Gunn­arsson

Án titils

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

2016

Hljóðnæmum lyklakippum er dreift tilviljanakennt um veggi sýningarrýmis. Sérsmíðaður stöpull með skjá sýnir myndband þar sem myndlistarmaðurinn gengur inn í ramma og byrjar að flauta. Lyklakippurnar virkjast við hljóðið frá flautinu og gefa frá sér viðvörunarhljóð. Hljóðið fer tilviljanakennt í og úr fasa og blikkandi ljós skapa um leið teikningar á veggi rýmisins. Listamaðurinn hættir að flauta og gengur út úr ramma, lyklakippurnar þagna.