Einar Jónsson

Úr álögum

Width:

220 cm

Height:

300 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1916

Verkið er staðsett við Tjörnina. Úr álögum fjallar um eitt meginþema listar Einars, andlega þróun og guðdómlegt eðli mannsins. Hann hóf að vinna að verkinu árið 1916 en stækkaði það síðar og fullvann árið 1927. Fyrir miðju verksins stendur riddari og heldur um skaft sverðs síns sem hann hefur rekið niður í haus mikils dreka sem liggur undir fótum hans. Á öðrum handlegg heldur riddarinn á ungri nakinni stúlku sem réttir út handlegginn og varpar af sér ham gamallar konu, en í hinni hendinni heldur riddarinn skildi hátt á lofti. Þeim að baki hnígur stór skrokkur drekans niður og vængirnir dragast saman. Myndefnið sem Einar hefur unnið út frá er velþekkt í list miðalda og má rekja til sagna í frumkristni um heilagan Georg. Þar segir að kristni hafi verið innleidd í Litlu-Asíu með því að dreki, tákn illra afla og heiðins síðar, var drepinn af heilögum Georg frá Kappadokíu í Litlu-Asíu og var Kappadokía persónugerð sem ung stúlka. Túlka má verkið með hliðsjón af áherslu Einars á að listamaðurinn feti ekki í spor annarra heldur fari eigin leiðir í listsköpun.