Width:
100 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
2001
Verkið er staðsett á mótum Vesturgötu og Aðalstrætis. Verk Kristins í borgarlandslaginu fá mann til að staldra við og hugleiða stað og stund. Verki þessu var komið fyrir í gangstétt á fjölförnu horni Aðalstrætis og Vesturgötu. Kannski gefa vegfarendur sér tíma til að hugsa hvaðan þeir komi, hvar þeir séu og hvert þeir séu að fara? Verkið er í anda listsköpunar Kristins sem byggist á hugmyndum um skúlptúr sem skilgreinir stað bæði út frá efnivið og tungumáli. Í þessu verki birtist ljóðræn og heimspekileg afstaða Kristins sem er að finna í mörgum verka hans.