Erling T.V. Klingenberg

Brölt

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

2004

Eins og í mörgum fleiri verkum sínum vinnur Erling hér út frá spurningum um hlutverk listamannsins og um eðli og gildi verka hans. Vídeóverkið var á sínum tíma tekið upp í flutningabíl á fleygiferð og frumsýnt á sýningu í Ásmundarsafni. Þar má sjá listamanninn með húðlita grímu, afsteypu af andliti sínu, sem þó sviptir hann persónueinkennum og svipbrigðum og blindar honum sýn að auki. Hann reynir eftir fremsta megni að fóta sig í flutningsrýminu fyrir framan myndavélina en missir í sífellu jafnvægið og kastast jafnvel til eftir því sem bíllinn hreyfist, rýkur af stað, snarhemlar, beygir og hossast.