Jóhannes S. Kjarval

Heima­hagar

Málverk

Width:

160 cm

Height:

130 cm

Category:

Málverk

Year:

1948

Sumarið 1948 dvaldi Kjarval í sínum gömlu heimahögum í Bakkagerði í Borgarfirði eystri. Þetta var fyrsti málaraleiðangur hans á æskustöðvarnar í rúm tuttugu ár. Myndefni hans þetta sumar voru einkum fjöllin sem mynda fjallahringinn umhverfis Borgarfjörð. Myndin Heimahagar er máluð frá háu og víðu sjónarhorni. Listamaðurinn horfir yfir víðáttumikinn fjörðinn þar sem haf og land mætast,  nokkur hús með rauðum þökum kúra undir fjalli við sjó, lítil og varnarlaus gagnvart mikilúðleika hafs og fjalls.