Magnús Pálsson

Í minn­ingu Njáls­brennu

Þrívíð verk

Height:

260 cm

Category:

Innsetning

Year:

1978

Í minningu Njálsbrennu er eitt af verkum Magnúsar þar sem hann vinnur skopleg tilbrigði við hugmyndina um minnismerki. Verkið samanstendur af tíu ritvélum á stöplum, arfa sem hangir úr hverri ritvél og bílnúmeraplötunni L-1010 sem stendur á stöpli fyrir framan ritvélarnar. L-ið stendur fyrir Rangárvallasýslu og 1010 fyrir ártal brennunnar; ritvélarnar eru jafnmargar og þeir sem brunnu inni samkvæmt sögunni. Arfinn vísar til þess að í sögunni segir að notaður hafi verið arfi til að tendra eldinn. Í minningu Njálsbrennu er gott dæmi um bókmenntalega konseptlist, ekki aðeins vegna þess að verkið fjallar um bókmenntalegt efni, heldur einnig vegna þess að uppbygging verksins og innri merkingartengsl eru bókmenntalegs eðlis.