Ásmundur Sveinsson

Fýkur yfir hæðir

Height:

94 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1933

Verkið er staðsett við Seljakirkju í Breiðholti. Fýkur yfir hæðir er dæmigert fyrir þá einföldun í formi sem Ásmundur leitaði eftir á fjórða áratugnum. Smáatriðum er smám saman eytt út úr myndinni þar til eftir stendur það eitt sem nægir til að koma inntaki verksins til skila. Heildarsvipurinn er einfaldaður niður í einn samfelldan formmassa sem sýnir hvernig móðirin beygir sig yfir barnið og skýlir því fyrir vindinum. Með einföldun er ekki átt við að verk Ásmundar hafi verið að þróast í átt að óhlutbundinni list sem kom síðar á ferli hans, heldur var þetta tilraun til að leita að beinskeyttu og skýru myndmáli sem væri þó ekki raunsæislegt eins og klassískar höggmyndir.