Helgi Gíslason

Minn­is­merki Kaldalóns

Width:

140 cm

Height:

190 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1978

Verkið er staðsett í Grjótaþorpinu. Minnisvarðinn er um Sigvalda Kaldalóns (1881-1946), hið þjóðþekkta tónskáld og lækni. Helgi Gíslason vann verkið sem stendur nærri Vaktarabænum í Grjótaþorpinu en þar fæddist Sigvaldi. Verkið er lágmynd sem skiptist í fjóra myndfleti. Meðal þekktustu verka Sigvalda Kaldalóns eru Ísland ögrum skorið og Á Sprengisandi. Jóhannes úr Kötlum komst þannig að orði um tónlist Sigvalda í minningargrein: „Vart mun finnast sú sál á Íslandi, að hún hafi ekki einhverju sinni orðið snortin af söngvum hans, vart sú rödd, sem ekki hefur reynt að taka undir þá. Þetta eru tónar sem allir skilja og eiga og þess vegna geta þeir ekki dáið.“