Einar Jónsson

Kona (Anna)

Width:

50 cm

Height:

180 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

Án ártals

Verkið er staðsett við Grund dvalar- og hjúkrunarheimili. Verkið er í eigu Grundar dvalar- og hjúkrunarheimilis. Í höggmyndinni Kona má sjá tákn um trúnaðarsamtal við Guð, konan heldur á krossi og leggur við brjóst sitt. Höggmyndin virðist fjalla um kærleikann og öryggi, sem táknræn eru fyrir hlutverk móður og móðurást sem Einari var hugleikin. Guðdómlegt eðli mannsins og andleg þróun voru meðal viðfangsefna í listsköpun Einars og má sjá slíka tengingu í yfirbragði höggmyndarinnar. Hún stendur við dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund.