Birgir Andrésson

Nálægð, landslag

Þrívíð verk

Category:

Innsetning

Year:

1994

Fyrirmyndir teikninganna eru ljósmyndir frá fornleifauppgreftri torfbæja úr gömlum og sjaldgæfum bókum, þeirra á meðal árbókum Hins íslenzka fornleifafélags, sem listamaðurinn hafði viðað að sér í gegnum árin. Orðið nálægð í titli Birgis gefur til kynna að prjónuð ullarflöggin hans séu kaldhæðnisleg af ásettu ráði þar sem þau spila inn á ósamræmið í fortíð fánans og núverandi ástandi hans. Þótt þessir ullarfánar kunni að virðast fagna dreifbýlinu og staðfesta þá hefðbundnu sýn á heildrænan heim sem hannyrðir eins og prjónaskapur byggjast á, voru þeir búnir til eftir nákvæmum fyrirmælum listamannsins af konum úr Handprjónasambandi Íslands. Í stað þess að styðja við fortíðarþrá og ímyndað öryggi sveitasamfélags fyrir iðnbyltinguna vekja fánar Birgis efasemdir um slíka tengingu.