Width:
74 cm
Height:
56 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1944
Helreiðina gerði Ásmundur í Reykjavík árið 1944. Var hún fyrst unnin í gifs og síðar í tré. Hún var stækkuð í steinsteypu í ágúst 1965. Myndin er í senn flókin og stórbrotin miðað við fyrri verk listamannsins, en þó byggð upp af miklu innra samræmi: Höfuð hestsins og maðurinn sveigjast hvort til sinnar hliðar og mynda þannig samhverfu, jafnframt því sem framfætur hestsins ganga beint upp í háls hans. Maður og hestur virðast samgrónir og gefur það verkinu sterkan heildarsvip. Ólíkt fyrri myndum listamannsins skynjar áhorfandinn í þessu verki dýnamík og úthverfa tjáningu: Hesturinn reisir makkann með opinn flipa og draugurinn með opinn munn og útglennt augu lyftir hendi sinni.