Hall­steinn Sigurðsson

Harpa

Width:

220 cm

Height:

400 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1987

Verkið er staðsett í Keldnaholti. Hallsteinn hefur unnið tvö verk með löngu millibili en tengir þau með sama heiti, Harpan I frá 1972, og Harpan II frá 2006. Bæði eru verkin óhlutbundin en minna þó á hljóðfæri þar sem þau byggjast á þríhyrningsforminu eins og harpan. Eins og oft má sjá í verkum Hallsteins hverfast þau bæði um efnið sjálft og form þess en ekki síður loftið sem umlykur þau og þau form sem teikna sig upp inn á milli. Verkin eru úr steyptu stáli og rísa tignarlega í Hallsteinsgarði í Grafarvogi þar sem vindar leika tónverk á hörpu listamannsins.