Width:
306 cm
Height:
160 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1974
Verkið er staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Steinbarn II er að mörgu leyti einkennandi fyrir höggmyndir Hallsteins, opin fyrir miðju og formin einföld en hér með þungann nær stöpli verksins. Verkið er gert úr steyptu stáli og stendur við svonefndan Hallsteinsgarð í Grafarvogi við Gufunes. Þar njóta verk hans sín vel í samspili við náttúruna og landslagið. Þaðan er útsýni vítt og breitt, allra veðra er von og sjávarborðið rís og fellur.