Helga Guðrún Helga­dóttir

Sólstólar

Category:

Skúlptúr

Year:

1998

Verkið er staðsett við strandlengjuna í Nauthólsvík. Verkið er saman sett af sjö stólum sem komið er fyrir í hálfhring. Stefna og halli stólanna miðast við stöðu sólar á himni, frá austri til vesturs, frá sólarupprás til sólarlags. Verkið er staðsett í Nauthólsvík, vestan við víkina. Stólarnir standa fyrir ofan laut sem myndar hálfhring móti suðri og draga hana fram í umhverfinu. Hugmyndin að baki verkinu er sú að það eigi ekki að draga athygli að sjálfu sér, heldur eigi það að hvetja vegfarendur til að gera hlé á göngu sinni, tylla sér niður og velja sér stól eftir stund dagsins og njóta umhverfisins. Verkið var gert fyrir sýningu Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, „Strandlengjan“, sumarið 1998.