Magnús Helgason

Aha kassinn

Þrívíð verk

Category:

Skúlptúr

Year:

2021

Kassinn sem hangir á veggnum er eins og hver annar pappakassi. Ef maður fylgist aðeins með honum kemur maður auga á vír sem hreyfist af sjálfu sér. Heiti verksins vísar til uppgötvunar, „Aha!“ Magnús gerir verk sem koma á óvart en eru um leið ósköp hversdagsleg. Þá minnir hann okkur á að njóta litlu hlutanna í daglegu lífi.