Sigurður Guðmundsson

Mynd

Width:

113 cm

Height:

290 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1991

Verkið er staðsett á torgi við Gerðuberg. Mynd er bronsafsteypa sem stendur á graníti sem síðan stendur á steinsteyptum stöpli. Höggmyndin er gerð í anda grafíkseríu sem Sigurður vann á níunda áratug síðustu aldar og heitir Urbild eða frummynd. Verkið telst til abstraktverka með vísun í höfuð að sögn listamannsins. Þetta höfuð hefur komið oft við sögu í fjölmörgum tví- og þrívíðum verkum Sigurðar og er því orðið að sjálfstæðu minni á ferli hans. Ýmist vísar það til listamannsins sjálfs eða til áhorfenda.