Jóhannes S. Kjarval

Bleik­dalsá

Málverk

Width:

152 cm

Height:

100 cm

Category:

Málverk

Year:

1967

Kjarval málaði verkið Bleikdalsá við Bleikdalsá/Blikdalsá á Kjalarnesi árið 1967. Það vakti furðu manna að hann skyldi enn á níræðisaldri standa úti í náttúrunni við trönur sínar og mála. Heilsu hans var tekið að hraka en sannfæringu sinni trúr hóf hann sumarið 1966 að stunda böð í Bleikdalsá sér til heilsubótar. Þetta leiddi til þess að áin og umhverfi hennar urðu honum efni í nýja myndröð, sem jafnframt varð hans síðasta. Kjarval hafði áður málað við Bleikdalsá, en þá hafði hann skynjað umhverfið á annan hátt. Í verkinu Bleikdalsá, er hvítur steinn á árbakkanum burðarás myndarinnar. Umhverfi árinnar er horfið, en það er litauðgi árbakkans og ljósflökt á yfirborði vatnsins sem fangar athygli hans. Verk þetta er eitt hið síðasta sem honum auðnaðist að mála úti við. Eftir að hafa helgað líf sitt túlkun á blæbrigðum, birtu og lit hverrar árstíðar í formheimi íslenskar náttúru er hún honum á níræðisaldri ennþá hvati til nýrra landvinninga. Þótt höndin væri tekin að skjálfa var sýn hans fersk og ný.