Ásmundur Sveinsson

Eldgos

Width:

84 cm

Height:

90 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1960

Verkið er staðsett í Höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Verkið er einkennandi fyrir þá breytingu sem átti sér stað í list Ásmundar á sjötta áratug síðust aldar þegar hann uppgötvaði járnið sem efnivið. Þá tók hann að sjóða saman málma og aðra hluti sem hann safnaði og notaði lítt eða ekki breytta. Á þeim tíma fjarlægðist hann lífræn form þeirra efnismiklu verka sem hann hafði áður unnið að og mótað í eigin hendi. Verkið hefur vísun í íslensk náttúruöfl og endurspeglar, eins og nafnið gefur til kynna, eldgos.