Jóhannes S. Kjarval

Án titils

Málverk

Width:

81 cm

Height:

107 cm

Category:

Teikning

Year:

1950

Allt frá námsárum sínum lagði Kjarval ríka stund á gerð andlitsmynda. Er hann dvaldi á Ítalíu árið 1920 teiknaði hann fjölda fólks og sex árum síðar gerði hann myndaröð af mörgum íbúum Bakkagerðis. Hann prófaði sig áfram með tækni, notaði blýant, kol, blek, túss og vatnslit og náði miklum árangri. Þegar svo bar undir rissaði hann hugmyndir sínar á þann pappír sem hendi var næstur, hvort heldur voru sendibréf, umslög, sígarettuöskjur, servíettur eða víxileyðublöð. Skapgerð og persónuleiki fyrirmynda hans kom ljóslifandi fram. Oft blönduðust andlitin náttúrunni, hrauni, mosa eða blómabreiðum.