Valgerður Guðlaugs­dóttir

Verk­færa­skápur

Þrívíð verk

Width:

100 cm

Height:

90 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

2005

Verkfæraskápur Valgerðar er eins og eitthvað sem hún hefur fundið á verkstæði úti í bæ og sett upp í listrænu samhengi. Ýmis smíða- og útskurðartól hanga í snyrtilegri röð og innanum eru tímaritaúrklippur af fáklæddum konum. Inni á baki skápsins er teikning af konu. Valgerður setur úrklippurnar af undirfatafyrirsætunum í kunnuglegt samhengi karlavinnustaða og víkkar um leið hugtakið verkfæri yfir á hinn hlutgerða líkama kvenna.