Björgvin Sigur­geir Haraldsson

Landnám

Height:

500 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1974

Verkið er staðsett við Háaleitisbraut. Verkið Landnám eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson er stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýnir tvo landnámsmenn, víkinga, sem standa í stafni og horfa einbeittir á ónumið land. Verkinu sem er um fimm metra hátt var komið fyrir nærri Austurveri við Háaleitisbraut árið 1975, um það leyti sem hverfið var að byggjast upp.