Erró

Vísinda­skáld­sögu­víð­átta

Width:

1320 cm

Height:

290 cm

Category:

Málverk

Year:

1992

Árið 1986 var Erró boðið að koma með tillögu að skreytingu á tveimur veggjum í bóka- og fjölmiðlunarsafni Cité des Sciences et de l’Industrie (Vísinda- og iðnaðarmiðstöðvarinnar) í París. Verkin áttu að tengjast vísindum og tækni. Erró kom með tvær tillögur í formi tveggja stórra klippimynda. Önnur þeirra var um vísindaskáldskap, en þótt hún væri stórbrotin og fögur var hún ekki samþykkt þar sem hún þótti ekki henta staðnum. Nokkrum árum seinna tók listamaðurinn aftur fram klippimyndina sem hafði verið hafnað og málaði eftir henni stórt málverk fyrir framtíðarlistasafn Errós í Reykjavík. Í þessu dýnamíska víðáttumálverki („scape“) er rýmið mettað yfirspenntum, ærslafullum og árásargjörnum ofurmennum, geimhetjum, stjörnustríðsfólki og skrímslum sem Erró fékk að láni hjá bandarískum teiknimyndasöguhöfundum á borð við Jack Kirby. Málverkið er eins konar samansafn allra þeirra teiknimyndafígúra sem orðið hafa á vegi listamannsins, en Erró notaði myndefni myndasögublaðanna í fyrsta sinn í verk sín á árunum 1963–64 þegar hann dvaldist í New York.