Hall­steinn Sigurðsson

Maður og kona I

Width:

90 cm

Height:

300 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1968

Verkið er staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Maður og kona I (1968) byggist á stílfærðum samruna tveggja manneskja þar sem karlhlutinn er stærri og sterklegri og umlykur kvenhlutann á verndandi hátt. Ef horft væri á þessa hluta hvorn í sínu lagi væri erfitt að greina í þeim mannsmyndir, en samspil þeirra gæðir þá meiningu og lífi. Frummynd verksins er frá 1968 en var stækkuð árið 1984. Hallsteinn gaf Reykjavíkurborg höggmyndirnar sínar sem standa í Hallsteinsgarði í Gufunesi árið 2012. Maður og kona I er með elstu verkum í garðinum.