Anna Hallin

Hugmyndir / Part­heno­genesis

Þrívíð verk

Width:

80 cm

Height:

48 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

2013

Anna vinnur gjarnan með teikningar, teiknimyndir og myndbönd en helst fæst hún við leir og postulín. Skúlptúrar Önnu einkennast af lífrænum formum og mjúkum pastellitum. Hún mótar límkennt og seigt efnið í forvitnileg lindýr með ávalar línur sem hún glerjar og brennir svo úr verða lýtalausar verur. Að baki liggja vangaveltur um tengsl líkama og vitundar við umhverfi sitt og aðrar verur. Í verkinu Hugmyndir / Parthenogenesis mótar Anna Hallin verur í leir með mjúkum línum og í mildum pastellitum. Þær snúa hver frá annarri, sumar eru hálfar ofan í jörðunni en aðrar bera saman stórt og óskilgreint form. Verkið vekur mann til umhugsunar um stöðu einstaklingsins í samfélaginu, bæði að tileyra og vera útundan, að finna til samkenndar en vera samt einsömul.