Width:
293 cm
Height:
34 cm
Category:
Innsetning
Year:
2005
Samspil vísinda og lista ræður formi verksins sem fylgir legu vatns í gígnum sem varð til við gos í Grímsvötnum árið 2004. Gatið í miðju þess sýnir form gosefnis sem myndaði eyju í vatninu. Ofan á flekanum eru skjáir sem sýna þrjú ólík myndskeið; upptökur frá rannsóknarflugi yfir gosstöðvarnar í Grímsvötnum, bullandi leirhveri í Vatnajökli, og eldgosið 2004 þar sem fylgst er með framvindu þess og því breytingarferli sem fer af stað um leið og eldgosi lýkur og önnur öfl taka við. Anna tók sjálf þátt í flugferðunum sem farnar voru til að skrá ummerki gossins en árið 1997 byrjaði hún að taka þátt í leiðöngrum vísindamanna á Vatnajökul og skrá vinnu þeirra við mælingar og rannsóknir. Verkið endurspeglar áhuga hennar á skráningu náttúrunnar og vísindalegum vinnuaðferðum sem hluta af djúpstæðri löngun mannsins til að skilja og skilgreina náttúruna.