Ríkarður Jónsson

Minn­is­varði um J.B. Charcot

Width:

85 cm

Height:

116 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1952

Verkið er staðsett við Norð-austurhlið Öskju Lágmyndin er minnisvarði um Dr. Jean Baptiste Charcot (1867-1936), franskan vísindmann og lækni og skipsáhöfnina á rannsóknarskipi hans, Pourquoi-pas?, sem fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Alls fórust 40 manns í sjóskaðanum. Charcot og menn hans komu oft við hér á landi í leiðöngrum sínum á norðurslóðir. Hann eignaðist fjölmarga vini hér á landi og hélt góðu sambandi við þá allt þar til yfir lauk. Strand Pourquoi pas? var því mikil sorgarfrétt á Íslandi á sínum tíma og til marks um það má nefna að þegar minningarsamkoma um hina látnu var haldin, var öllum verslunum í Reykjavík lokað, og mun það vera einsdæmi að erlendum manni sé sýndur viðlíka sómi.