Ásdís Sif Gunn­ars­dóttir

Skip­brot úr fram­tíð­inni / sjón­varp úr fortíð­inni

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

2014

Verk Ásdísar var upprunalega hluti af innsetningu í A-sal Hafnarhúss en það má aðlaga ólíkum aðstæðum hverju sinni sem það er sýnt. Ásdís endurnýtir eldra efni og skeytir því við nýtt þannig að myndheimur hennar verður að einni órofa heild. Undirstaðan er gjörningur og texti sem síðan fara í gegnum úrvinnslu í upptöku. Efni og rými bætist þar ofan á sem mismunandi lög þangað til hinni línulegu framvindu vídeós og texta er kollvarpað. Ásdís bregður sér í ýmis gervi og styrkja þau enn afbygginguna sem á sér stað í verki hennar.