Width:
183 cm
Height:
128 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1936
Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Myndina Móðir jörð gerði Ásmundur er hann dvaldi í nokkra mánuði í Kaupmannahöfn árið 1936. Hún sýnir barn sem sýgur brjóst móður sinnar. Myndin var stækkuð og steypt í brons árið 1957. Margar skýringar koma til greina þegar rætt er um inntak verksins, bæði sálfræði- og trúarlegar. Samkvæmt Ásmundi táknar konan (móður) jörðina, og barnið mannfólkið. Hér er því um að ræða hina frjósömu og gjöfulu jörð sem elur mannkynið.