Erró

La Danse macabre (Dauða­dans­inn)

Málverk

Width:

221.5 cm

Height:

108.5 cm

Category:

Málverk

Year:

1955

Árið 1955 er Erró skráður í Listaakademíuna í Flórens en hið raunverulega nám hans fór fram utan skólans, í höllum, kirkjum, söfnum og bókum þar sem hann teiknaði upp verk gömlu meistaranna. Á síðum listaverkabókar kynntist hann líffærateikningum Leonardos da Vinci og þær urðu honum innblástur að mörgum verkum, meðal annars málverkinu Dauðadansinn. Eins og hann útskýrði sjálfur í bréfi til frænku sinar: „Fyrir mánuði byrjaði ég að stúdera teikningar þær er Leonardo da Vinci gerði af mannslíkamanum. Gerði ég margar teikningar af beinum og vöðvum sem er mjög áríðandi og gagnlegt. Þetta varð til þess að ég málaði mynd af beinagrindum sem dansa og syngja. … Ég lagði mikla áherslu á að fá sem mesta hreyfingu í myndfellið sem er aflangt, svo að dansinn kæmi sem best fram.“