Birgir Snæbjörn Birg­isson

Ljós­hærðir hjúkr­un­ar­fræð­ingar

Málverk

Width:

130 cm

Height:

160 cm

Category:

Málverk

Year:

1998

Það er líkt og ákveðinn hvítþvottur hafi átt sér stað. Myndin sýnist yfirlýst og það lítur út fyrir að daufur liturinn sé að leysast upp af striganum. Litameðferðin getur gefið í skyn að myndefnið sé minning en einnig getur hún vísað í sótthreinsað umhverfi hjúkrunarfræðinga, sem leiðir til hugmyndarinnar um hreinleika. Listamaðurinn lýsir því að í kjölfar ummæla breskrar þingkonu um of marga ljóshærða hjúkrunarfræðinga á breskum sjúkrahúsum hafi áhugi hans vaknað á staðalímyndum um ljósa lokka og norrænt útlit, kynþáttafordómum og hugmyndum um hreinleika.