Ingólfur Arnarsson

Án titils 5

Þrívíð verk

Width:

20 cm

Height:

60 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

1993

Verk Ingólfs eru gerð úr steinsteyptum einingum sem hann málar með grunni og vatnslit. Þau eru nátengd arkítektúr, eins og framlenging af veggjum sýningarsalarins. Liturinn sem hann málar á er nánast ósýnilegur og dregur þannig fram smáatriði eins og skuggann sem verkin varpa og annað í umhverfinu. Auk þess að vinna verk úr steinsteypu hefur Ingólfur unnið teikningar á pappír og sett fram sem hluta af innsetningum. Jafnframt hefur hann teiknað og málað beint á veggi eða á loft í sýningarsölum. Ingólfur miðar sýningar sínar við hvert rými fyrir sig og hafa sparleg en nákvæmlega úthugsuð verk hans löngum verið kennd við mínimalisma.