Hreinn Frið­finnsson

22 paint­ings

Önnur verk

Width:

2 cm

Height:

20 cm

Category:

Málverk

Year:

2001

Hreinn leikur sér að spurningunni um hvað sé málverk með því að nota fundna hluti úr málningarvöruverslun. Hann safnar saman tréprikum sem notuð hafa verið í búðinni til þess að hræra upp í litadollum. Stundum hefur sama spýtan verið notað oftar en einu sinni og þá safnast nokkur lög af lit á hana. Listamaðurinn tekur síðan þessa hversdagslegu nytjahluti og setur í samhengi myndlistar. Þeim er raðað reglulega í mynstur á vegg og gefið heitið „málverk“.