Erla Þórar­ins­dóttir

Norð­ur­ljósa­sæti

Width:

234 cm

Height:

320 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

2000

Verkið er staðsett við Rauðavatn. Verkið var sett upp í tilefni af sýningunni „Landlist við Rauðavatn“ árið 2000. Þetta var samstarfsverkefni Vinnuskóla Reykjavíkur og Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Hugmyndina að verkefninu átti Guðrún Erla Geirsdóttir, formaður stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur. Norðurljósasætið gerði Erla með hjálp unglinga í Vinnuskólanum en verkið er hlaðinn stigi sem stendur í norður-suður segulátt, en segulkraftar jarðar hafa afgerandi áhrif á birtingu norðurljósanna. Listakonan flísalagði tröppurnar með mósaíkflísum. Hún sagði á þeim tíma sem verkið var reist: „Verkið stendur þar sem ekkert rafmagn er, þannig að norðurljósin sjást hérna. Ég vildi gera verk sem vísar til norðurljósanna, þar sem þau eru mjög sérstakt fyrirbrigði og einstakt að þau skuli sjást hér í borginni.“