Guðjón Ketilsson

Sunnu­dagur

Height:

170 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

2000

Verkið er staðsett við strandlengjuna í Víkurhverfi. Samkvæmt listamanninum er verkið hugsað sem sviðsetning á hugarástandi. Sunnudagurinn er kyrrstæður svo Guðjón vildi skapa verk sem vísaði í kyrrt ástand eða værð. Sunnudagurinn markar endi vikunnar, en jafnframt upphaf nýrrar. Verkið er úr cor-ten stáli og var hluti af sýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stóð fyrir en það verkefni hófst á tuttugu ára afmæli félagsins árið 1998 og náði svo hámarki á Listahátíð árið 2000.