Hildur Hákon­ar­dóttir

Kvenna­frí­dag­urinn 1975. Vilborg Harð­ar­dóttir og allar konurnar sem bjuggu hann til.

Önnur verk

Width:

12.5 cm

Height:

12.5 cm

Category:

Bóklist

Year:

1976

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 málefnum kvenna með áherslu á jafnrétti, framfarir og frið. Þessu skyldi fylgt eftir með ráðstöfunum til að tryggja árangur. Þetta skapaði tækifæri til að hefja fána á loft og tala hærra um jafnrétti á Íslandi. Kvennasamtök, kvenfélög og stéttarfélög tóku sig saman og skipulögðu dag þar sem konur á Íslandi lögðu niður vinnu 24. október, en það er stofndagur Sameinuðu þjóðanna. Konur vildu sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns bæði inni á heimilunum og úti á vinnumarkaðnum. Myndasagan Kvennafrídagurinn 1975 birtist fyrst í bókinni Ég þori, get og vil, sem kom út árið 2005 hjá forlaginu Sölku. Hún var tileinkuð öllum konum sem tóku þátt í kvennafrídeginum 1975 og sérstaklega framkvæmdanefndinni.