Guðrún Kristjáns­dóttir

Vetur

Málverk

Width:

300 cm

Height:

170 cm

Category:

Málverk

Year:

2000

Guðrún Kristjánsdóttir hefur nálgast landið með ýmsum hætti á ferli sínum. Einkum hefur hún fengist við yfirborð sem fyllir myndflötinn þannig að umgjörðin – fjallið eða sjóndeidarhringurinn – er fyrir utan. Við það að fjarlægja sjónræn viðmið eða kunnuglegt samhengi gefa verkin til kynna nánd og ótakmarkað flæmi. Hún hefur útfært þessi verk í ótal miðla og þannig dregið fram síbreytileika náttúrunnar og fjölbreyttar tengingar okkar við hana.