Width:
150 cm
Category:
Textíll
Year:
2005
Verk Hrafnhildar Sigurðardóttur eru litrík og full af húmor en einnig hárbeitt ádeila þar sem áleitið efnisval vekur upp spurningar. Mörg þeirra fjalla um stöðu konunnar í okkar vestræna þjóðfélagi og hefur hún sérstaklega beint sjónum að stöðluðum útlitskröfum og fegurðarímynd kvenna sem er haldið að okkur í fjölmiðlum og óspart nýtt í hvers kyns auglýsingaskyni. Í eðli sínu og efni fjalla verkin einnig um endurtekningu á sama grunnþætti handverksins, t.d. hreyfingu heklunálarinnar, sem í heild sinni skapar verkið. Beinir hún þannig sjónum að konunni sem endurtekur þetta handverk aftur og aftur af ótrúlegri þolinmæði en án sýnilegs tilgangs eða umbunar. Heiti þessa verks, sem Hrafnhildur lauk við sama ár og hún hlaut Norrænu textílverðlaunin, gefur þó fyrirheit um að heklað fiskigarnið búi yfir göldrum og geti verið til gagns.