Ívar Valgarðsson

Sólgult, þurrktími*

Önnur verk

Category:

Innsetning

Year:

2003

Hver kannast ekki við fullyrðinguna um að eitthvað sé álíka skemmtilegt og að horfa á málningu þorna, í merkingunni þrautleiðinlegt? Ívar snýr út úr þessari samlíkingu í verki sem samanstendur af þremur litaflötum. Allir eru í sama lit – eða „sólgulum“ sem er tegund af ljósgulum sem málningarverksmiðjan Harpa fann upp á sínum tíma og nefndi svo í litaspjaldi sínu. Á einum vegg hefur liturinn verið borinn á með einni umferð, annar veggur er málaður tvisvar og sá þriðji sýnir myndbandsupptöku af málningunni að þorna á fyrrnefndum fleti.