Gabríela Frið­riks­dóttir

Versati­ons/Tetra­logia

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

2005

Gabríela var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005 og var verk þetta hluti af viðamikilli innsetningu ásamt skúlptúrum, teikningum og málverkum. Hér eru vídeóin fjögur sýnd, eitt fyrir hverja höfuðátt, hvert á fætur öðru. Þar gerir listamaðurinn tilraun til þess að finna hugsunum og hugarburði farveg innan heildstæðs sagnaheims þar sem stuðst er við gamalgróna frásagnartækni, goðsögur og sammannleg minni. Vídeóin vann Gabríela í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur, Daníel Ágúst Haraldsson, Ernu Ómarsdóttur og Sigurð Guðjónsson. Hún fékk einnig til liðs við sig þau Björk, Daníel Ágúst, Borgar Þór Magnason og Jónas Sen að semja tónverk út frá píanóstefi sem hún spann.