Stein­grímur Eyfjörð Krist­mundsson

Ljóðaljóðin á Miklu­braut­inni

Teikningar

Width:

80 cm

Height:

60 cm

Category:

Teikning

Year:

2001

Í þessu verki eru tungumál, tengingar og lýsingar leið til að tjá persónulega upplifun. Hópur af íslenskum karlmönnum, sem allir þjást af ástarsorg, fá í hendur litla teikningu af konu og leiðbeiningar í undirstöðuatriðum myndlíkingar. Þeir spreyta sig af einlægni á því að nota myndlíkingu til þess að tjá hugmyndir sínar um hinn fullkomna kvenlíkama. Listamaðurinn túlkar orð þeirra og myndmál í verki sem felur bæði í sér teikningu og texta. Reynsla mannanna lýsir í gegnum frásögnina sem dregur upp sannfærandi mynd af stað og stund.