Ásgerður Búadóttir

Vegurinn langi

Önnur verk

Width:

89 cm

Height:

235 cm

Category:

Textíll

Year:

1993

Ásgerður Búadóttir (1920–2014) var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi. Í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar. Hún bar mikla virðingu fyrir vefnaði sem listformi, möguleikum hans og takmörkunum. Efniviður Ásgerðar var fyrst og fremst íslensk ull í sauðalitum, brotin upp með lituðu bandi í bláum og rauðum litatónum. Síðar á ferlinum tók hún að nota íhnýtt hrosshár í verk sín sem mynda ofna heild og skapa ríka efniskennd. Verk Ásgerðar eiga sér djúpar rætur í íslenskri handverksmenningu en ekki síður nútímamyndlist, þetta tvinnar hún saman á frjóan og skapandi hátt.