Height:
35 cm
Category:
Skúlptúr
Year:
1934
Ásmundur gerði þessa mynd í Reykjavík árið 1934 og sýnir hún sitjandi konu sem spilar á dragspil og syngur. Líkt og fleiri myndir eftir Ásmund þá er þessi ærslafulla mynd framsæ, massíf og byggð upp af miklu jafnvægi sem þó er ögrað með skálínum og flötum sem ala af sér hreyfingu í takt við tónlistina og sönginn. Enn sjáum við hér fjarlæg áhrif frá formskrift kúbismans án þess þó að hinu raunsæja yfirbragði sé fórnað. Sagt er að Kona með dragspil sé æskuminning listamannsins úr Dölunum. Þessi mynd er ein af örfáum myndum Ásmundar frá þessum tíma sem hlaðin er tjáningu og lýsir á afgerandi hátt inntaki verksins