Anna Líndal

Heim­sókn

Width:

309 cm

Height:

37 cm

Category:

Innsetning

Year:

1999

Í myndröðinni Heimsókn beinist stækkunarglerið að landamærum þess náttúrulega og menningarlega. Með því að stilla saman augnablikum þar sem maðurinn er á einhvern hátt gestkomandi í sínu heimalandi, koma í ljós ýmsar myndir sem endurspegla veruleika okkar. Þetta er eilíf glíma við að myndgera ýmsa huglæga þætti tilverunnar og finna fyrir þá viðeigandi sjónrænt tjáningarform.