Gjörn­inga­klúbburinn

Girni­legar konur Rjóma­terta

Önnur verk

Category:

Fjöltækni

Year:

1997

Verkið er frá því snemma á ferli Gjörningaklúbbsins. Vídeóið er skrásetning gjörnings þar sem unnið var með lifandi skúlptúr og að auki koma fjórar ljósmyndir af skúlptúrunum fullgerðum. Nakinn kvenlíkami er undirstaða fjögurra fagurskreyttra veislurétta, súkkulaðiköku, rjómatertu, glassúrköku og brauðtertu. Margendurtekin hlutgerving kvenlíkamans í þágu listarinnar er hér til umfjöllunar á gamansaman en gagnrýninn hátt. Um leið er dregið fram annað minni úr listasögunni, áminningin um dauðleika mannsins.