Ásmundur Ásmundsson

Ónefnt (hola #20)

Teikningar

Width:

96 cm

Height:

72 cm

Category:

Teikning

Year:

2013

Í eigu safnsins eru þrjár teikningar af þessu tagi eftir Ásmund. Þær vísa til sýningarinnar Hola frá árinu 2009, þar sem listamaðurinn skapaði 6 tonna steinsteyptan skúlptúr ásamt myndbandi og ljósmyndum. Verkin voru unnin með aðstoð skólabarna í Reykjavík. Þau grófu holu á Klambratúni sem listamaðurinn fyllti af steypu og sýndi afraksturinn í safninu. Sýningin endurspeglaði viðkvæmt ástand á Íslandi á sínum tíma í kjölfar hruns. Á teikningunum hefur skúlptúrinn öðlast sjálfstætt líf og virðist sveiflast á milli stillansa og byggingarkrana í óræðu ferli á milli uppbyggingar og niðurrifs.