Anna Líndal

7. nóvember

Þrívíð verk

Width:

1100 cm

Height:

207 cm

Category:

Skúlptúr

Year:

2005

Útsaumaður damaskdúkur sýnir nákvæmt landakort af Grímsvatnasvæðinu eins og það var 7. nóvember 2004. Hæðarlínur eru saumaðar með kontorsting og gígur sem myndaðist í gosi sem þá var nýafstaðið er saumaður með rauðu. Vélsaumað sikksakk-spor sýnir mælilínur flugvélar við radarmælingar á gígnum. Anna hefur fylgt vísindamönnum í rannsóknarleiðöngrum, skoðað rannsóknaraðferðir þeirra ásamt því að safna efni sem hún nýtir í listaverk af fjölbreyttum toga. Þetta saumaða kort innsiglar samruna hlutlægra vísinda og listrænnar sköpunar.