Jóhannes S. Kjarval

Blóma­andlit

Teikningar

Width:

59 cm

Height:

46 cm

Category:

Teikning

Year:

1940

Kjarval hefur réttilega verið kallaður meistari línunnar og stóð fyllilega undir þeirri nafnbót eins og hinar fjölmörgu og sundurleitu teikningar hans bera með sér. Verkið Blómaandlit er ein þeirra og sýnir klassísk vangamynd með hátt enni og stútlaga munúðarfullar varir, en blóm þekja höfuðið í stað hárs. Teikningar Kjarvals, skissur og ýmiss konar riss endurspegla ævintýralegt ímyndunarafl og frjóan huga í óheftri og frjálslegri tjáningu. Þegar svo bar undir rissaði hann hugmyndir sínar á þann pappír sem hendi var næstur, hvort heldur voru sendibréf, umslög, sígarettuöskjur, servíettur eða víxileyðublöð. Auk þess notaði hann vandaðan teiknipappír af ýmsum stærðum og gerðum eða eitthvað óhefðbundnara, svo sem maskínupappír eða ýmsar tegundir af gegnsæjum pappír. Olíuteikningar hans voru jafnvel unnar á enn óhefðbundnari grunn. Hann gat tekið upp á því að teikna með olíulit og pensli á plastdúk, steinvölur, flöskur eða hurðaspjöld.